Nóvember, 2018

03nóv21:0022:30Kvöldstund með KK á Sögulofti kl. 21:00

Nánari upplýsingar

Kristján Kristjánsson, KK, er einn af tónlistarmönnum landsins. Hann er fæddur í Bandaríkjunum, fluttist til Íslands tíu ára gamall með fjölskyldu sinni, fór til Svíþjóðar 1977 og lagði stund á tónlistarnám í fjögur ár, ferðaðist um Evrópu og spilaði á götum úti, og flutti loks aftur heim árið 1990. Hann er giftur Þórunni og eiga þau þrjú börn, Sóley, Sölva og Kristján Stein og eitt barnabarn Marcús Sölvason. KK hefur samið lög og leikið inn á hljómplötur og geisladiska um áratugaskeið og unnið til yfir tuttugu gull og platínuverðlauna fyrir tónlist sína. Hann samdi tónlistina við leikrit John Steinbecks Þrúgur Reiðinnar og Fjölskylduna sem bæði slógu aðsóknarmet í Borgarleihúsinu. 2016 var hann með sýningu í Borgarleikhúsinu, Vegbúar, sem Jón Gunnar Þórðarson leikstýrði. Sýningin var tilnefnd til Grímuverðlauna.

Landnámssetrið í Borgarnesi er einn af uppáhalds tónleikastöðum hans á landinu og því er mikil tilhlökkun hjá okkur að fá hann hingað þ. 3.nóvember n.k.

Miðasala er á bókunarsíðu Landnámsseturs https://travelingwest.is
Miðaverð kr. 3.500

Klukkan

(Laugardagur) 21:00 - 22:30



X