Gjafavöruverslun

Íslensk hönnun - fallegt handverk.
Í verslun okkar er að finna mikið úrval af alls kyns gjafavöru, jafn fyrir íslenska og erlenda vini eða fjölskyldu.
Gjafavörur fyrir alla

Þetta eru ullarvörur, kerti, servéttur, sápur, púðaver, skartgripir úr silfri, beinum og horni, alls kyns varningur úr íslenskum jurtum að ógleymdum fallegu handprjónuðu peysunum hennar Lilju sem fást ekki hvar sem er.

Einstakar gjafir

Mikið af vörum okkar eru framleiddar af handverks- og listafólki á Vesturlandi og fást ekki hvar sem er.

Bækur og tónlist
Mikið úrval er af skemmtilegri tónlist, DVD diskum og bókum tengdum sögu og náttúru Íslands, reynar flestar á erlendum málum en tilvalin gjöf fyrir vini erlendis. Hjá okkur er einnig að finna hina einstöku heildarútgáfu Jóhanns Sigurðssonar á Íslendingasögunum.