Fundaraðstaða

Landnámssetrið býður hópum og fyrirtækjum uppá glæsilega fundaraðstöðu með skjávarpa og góðum tækjabúnaði.
Hægt er að velja um tvo fundarsali og tengja þá við veitingaþjónustu okkar.
Tilvalið fyrir litla og meðalstóra hópa sem vilja koma í Borgarfjörðinn að funda.

Söguloft
Á Sögulofti er góð fundaraðstaða fyrir hópa allt að 50 manns. Einnig tökum við allt að 80 manns í sæti. Hægt er að hafa veitingar í salnum og nýta bæði skjávarpa og hátalarakerfi fyrir fundinn. Einnig er gott þráðlaust net fyrir fundargesti.
Söguloftið er í risi Pakkhúss Landnámsseturs sem reist var árið 1880.

Arinstofa

Við erum með fallegan fundarsal í Arinstofu Landnámsseturs. Sá salur er á 2. hæð Búðarkletts og beint fyrir ofan veitingastaðinn okkar.
Þar er hægt að nýta veitingasal okkar fyrir fundargesti í matarhléi.

Bókaðu þinn fund hjá okkur

Hafðu samband og fáðu tilboð frá okkur í tölvupósti landnam@landnam.is eða í síma 437-1600.