Snjallratleikur

Snjallratleikur Landnámsseturs er í boði fyrir smærri sem og stærri hópa og er tilvalin í hópefli.
Við útvegum snjalltæki sem hvert lið notar til að leita að GPS hnitum í Borgarnesi og safnar stigum með því að finna og svara spurningum með snjalltækinu.

Spurningar í ratleiknum eru úr Egilssögu og almennt úr Borgarnesi og er oftast um klukkutíma.
Einnig er hægt að sérsníða leikinn fyrir hvern og einn hóp.

Ef áhugi er fyrir leiknum, þá máttu hafa samband við okkur í tölvupósti á landnam@landnam.is eða síma 437-1600 og við gerum tilboð í þinn hóp.

Íslenskur hugbúnaður
Locatify er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í snjallleiðsögnum og snjallratleikjum og er leiðandi í gerð smáforrita fyrir síma og önnur snjalltæki. Landnámssetrið var fyrsta fyrirtækið til að nýta sér þjónustu Locatify og er m.a. með leiðsögn um Egilssögu á 4 tungumálum sem kallast Smartguide.
Fjölmargir hópar hafa komið í snjallratleikinn okkar og gætt sér á ljúffengum réttum í veitingahúsi eftir leikinn.

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar