
Gjafabréf á leiksýningar og leikhústilboð í veitingahúsi. Nánar hér
Hægt er að kaupa miða á flesta viðburði okkar á tix.is - setjið inn heiti viðburðar í leitarskrá á tix.is.
Við minnum á að þú getur pantað borð í okkar vinsæla veitingahúsi á landnam@landnam.is eða í síma 437 1600.
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR
Október
01okt16:0018:00GUÐ LEITAR AÐ SALÓME - Júlía Margrét Einarsdóttir16:00
Nánari upplýsingar
Júlía Margrét Einarsdóttir stígur á stokk og segir, á sinn einstaka hátt, martraðarkennda uppvaxtar- og ástarsögu úr rammíslenskum veruleika. Skáldsagan Guð leitar að Salóme kom eftirminnilega við hjörtu lesenda jólin
Nánari upplýsingar
Júlía Margrét Einarsdóttir stígur á stokk og segir, á sinn einstaka hátt, martraðarkennda uppvaxtar- og ástarsögu úr rammíslenskum veruleika.
Skáldsagan Guð leitar að Salóme kom eftirminnilega við hjörtu lesenda jólin 2021 og nú færir höfundur sálarstríð fjölskyldunnar af Skipaskaga á fjalirnar.
Áhorfendur kynnast í sýningunni spákonu í blokkaríbúð, drykkfelldum organista, ráðvilltum afturgöngum, forboðinni ást og öðrum örlagavöldum í lífi ungrar konu sem hefur engu að tapa lengur.
Borðapantanir á veitingarstað Landnámssetursins eru á landnam@landnam.is eða í síma 437-1600
Miðasala er á Tix.is
Klukkan
(Sunnudagur) 16:00 - 18:00
01okt20:0022:00FERÐABÓK GÍSLA EINARSSONAR (en hvorki Eggerts né Bjarna)Kl. 20:00
Nánari upplýsingar
Árið 1772 kom út í fyrsta sinn Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem byggir á rannsóknum fræðimannana tveggja á landsháttum á Íslandi og lífi Íslendinga. Síðan hefur margt breyst
Nánari upplýsingar
Árið 1772 kom út í fyrsta sinn Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem byggir á rannsóknum fræðimannana tveggja á landsháttum á Íslandi og lífi Íslendinga. Síðan hefur margt breyst en það hefur farist fyrir að uppfæra rannsóknir Eggerts og Bjarna, fyrr en nú.
Hinn víðföruli Borgfirðingur, Gisli Einarsson, hefur undanfarinn aldarfjórðung ferðast fram og aftur um landið, hring eftir hring og aftur til baka og stúderað landshætti og líf landans með það að markmiði að taka upp þráðinn þar sem Eggert og Bjarni skildu við. Það markmið náðist ekki!
Vinnugbrögð Gísla eru ófagleg og hvarvetna er kastað til höndum. Útkoman er því einhverskonar mislukkað grín þar sem hæðst er á ósmekklegan hátt að einstaka byggðarlögum og íbúum þeirra.
Þar sem enginn bókaútgefandi hefur sýnt verkinu áhuga (eðlilega) þá verður það flutt munnlega á Sögulofti Landnámssetursins í ársbyrjun 2023.
Höfundur og flytjandi: Gísli Einarsson
Miðasala er á tix.is
Gísli hefur sett saman sérstakan matseðil sem við munum bjóða upp á, á þeim dögum sem sýningarnar eru í gangi.
Aðalréttur: Kjöt í karrý – uppskriftin hans Gísla
Eftirréttur: Rabarbaragrautur með rjóma – en ekki hvað?
Borðapantanir á veitingarstað Landnámssetursins eru á landnam@landnam.is eða í síma 437-1600
Klukkan
(Sunnudagur) 20:00 - 22:00
14okt20:0022:00NJÁLSBRENNUSAGA & FLUGUMÝRARTVIST Einar KárasonKl. 20:00
Nánari upplýsingar
Í forgrunni eru hjónin á Bergþórshvoli, Njáll og Bergþóra ásamt sonum sínum, ekki síst hinum litríka og orðheppna Skarphéðni. Í byrjun er einnig á sviðinu vinur Njáls, Gunnar ásamt stórlyndri
Nánari upplýsingar
Í forgrunni eru hjónin á Bergþórshvoli, Njáll og Bergþóra ásamt sonum sínum, ekki síst hinum litríka og orðheppna Skarphéðni. Í byrjun er einnig á sviðinu vinur Njáls, Gunnar ásamt stórlyndri eiginkonu sinni Hallgerði. Þegar á líður hverfur Gunnar af sjónarsviðinu en Hallgerður er enn sviðinu, nú tengdamóðir helsta óvinar Njálssona. Njáll er friðsemdarmaður en synir hans láta blekkjast af lygum og rógi og fremja glæp sem kallar árás yfir heimilið á Bergþórshvoli. Húsin brenna og aðalpersónur farast, en einn sleppur, tengdasonur Njáls og í lokin fylgjumst við með hefndarleiðangri hans.
Borðapantanir á veitingarstað Landnámssetursins eru á landnam@landnam.is eða í síma 437-1600
Miðasala er á Tix.is
Klukkan
(Laugardagur) 20:00 - 22:00