Apríl, 2023

15apr20:0022:00GUÐ LEITAR AÐ SALÓME - Júlía Margrét Einarsdóttir - Frumsýning20:00

Nánari upplýsingar

Júlía Margrét Einarsdóttir stígur á stokk og segir, á sinn einstaka hátt, martraðarkennda uppvaxtar- og ástarsögu úr rammíslenskum veruleika.
Skáldsagan Guð leitar að Salóme kom eftirminnilega við hjörtu lesenda jólin 2021 og nú færir höfundur sálarstríð fjölskyldunnar af Skipaskaga á fjalirnar.

Áhorfendur kynnast í sýningunni spákonu í blokkaríbúð, drykkfelldum organista, ráðvilltum afturgöngum, forboðinni ást og öðrum örlagavöldum í lífi ungrar konu sem hefur engu að tapa lengur.
Borðapantanir á veitingarstað Landnámssetursins eru á landnam@landnam.is eða í síma 437-1600
Miðasala er á Tix.is

Klukkan

(Laugardagur) 20:00 - 22:00X