Mars, 2024

30mar20:0022:00HEIMSMEISTARI – EINAR KÁRASONKl. 20:00

Nánari upplýsingar

Þetta er sögustund um mann sem var öllum öðrum klárari þegar kom að útreikningum og rökhugsun þeim tengdum, enda varð hann heimsmeistari í erfiðustu hugaríþrótt sem mannkynið hefur fundið upp. En þrátt fyrir sína snilligáfu þá kunni hann ekki fótum sínum forráð í daglegu lífi og mannlegum samskiptum. Útkoman varð sú að þessi maður sem varð heimsmeistari í skák með meiri yfirburðum en sést hafa, fyrr né síðar, varð útskúfaður fangi eigin fordóma og ranghugmynda, og hefði endað æfi sína í illræmdum fangelsum ef gamlir vinir á Íslandi hefði ekki frelsað hann hingað heim. En þar sem misskilningurinn átti líka eftir að taka á sig grátbroslegar myndir…

Miðasala á tix.is

Klukkan

(Laugardagur) 20:00 - 22:00



X