Mars, 2024
02mar20:0022:00FERÐABÓK GÍSLA EINARSSONAR (en hvorki Eggerts né Bjarna)Kl. 20:00
Nánari upplýsingar
Árið 1772 kom út í fyrsta sinn Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem byggir á rannsóknum fræðimannana tveggja á landsháttum á Íslandi og lífi Íslendinga. Síðan hefur margt breyst
Nánari upplýsingar
Árið 1772 kom út í fyrsta sinn Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem byggir á rannsóknum fræðimannana tveggja á landsháttum á Íslandi og lífi Íslendinga. Síðan hefur margt breyst en það hefur farist fyrir að uppfæra rannsóknir Eggerts og Bjarna, fyrr en nú.
Hinn víðföruli Borgfirðingur, Gisli Einarsson, hefur undanfarinn aldarfjórðung ferðast fram og aftur um landið, hring eftir hring og aftur til baka og stúderað landshætti og líf landans með það að markmiði að taka upp þráðinn þar sem Eggert og Bjarni skildu við. Það markmið náðist ekki!
Vinnugbrögð Gísla eru ófagleg og hvarvetna er kastað til höndum. Útkoman er því einhverskonar mislukkað grín þar sem hæðst er á ósmekklegan hátt að einstaka byggðarlögum og íbúum þeirra.
Þar sem enginn bókaútgefandi hefur sýndi verkinu áhuga (eðlilega) þá hefur það verið það flutt munnlega á Sögulofti Landnámssetursins frá því í ársbyrjun 2023 við gríðarlega góðar undirtektir.
Höfundur og flytjandi: Gísli Einarsson
Miðasala er á tix.is
Gísli hefur sett saman sérstakan matseðil sem við munum bjóða upp á, á þeim dögum sem sýningarnar eru í gangi.
Aðalréttur: Kjöt í karrý – uppskriftin hans Gísla
Eftirréttur: Rabarbaragrautur með rjóma – en ekki hvað?
Borðapantanir á veitingarstað Landnámssetursins eru á landnam@landnam.is eða í síma 437-1600
Klukkan
(Laugardagur) 20:00 - 22:00