September, 2021

11sept16:0018:00REFILLINN frá BayeuxMiðasala á tix.is

Nánari upplýsingar

Reynir Tómas Geirsson fv yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans  segir frá tilurð hins fræga refils sem varðveittur er í Bayeux í Frakklandi. Hann var saumaður í léreft að öllum líkindum í Kent á Englandi um 1076. Refillinn er samfelld myndaröð og lýsir einni mestu orrustu sem orðið hefur á Bretlandseyjum, orustunni við Hastings árið 1066 þegar innrásarlið frá Normandí réðst inn í England og hafði sigur.  Refillinn sem er 70,34 metra langur er eitt mesta þjóðargersemi Frakka enn í dag.

Reynir Tómas segir frá saumaaðferðinni, – refilsaum sem er frá tímum víkinga og hvernig hann hefur varðveist í gegnum aldirnar. Einnig rekur hann söguna sem myndirnar á reflinum túlka. Reynir er afar góður sögumaður og innblásinn af efninu.

Miðasala á tix.is  Miðaverð kr. 2700

Veitingahúsið er opið fyrir matargesti eftir kl. 18:00 – borðaframboð er takmarkað og því nauðsynlegt að að panta borð fyrirfram á landnam@landnam.is eða í síma 437 1600.

 

 

 

Klukkan

(Laugardagur) 16:00 - 18:00



X