Febrúar, 2020

08feb20:0022:00Auður og Auður - frumsýningSkáldskapurinn í lífinu - Auður Jónsdóttir

Nánari upplýsingar

Auður Jónsdóttir, rithöfundur segir söguna af skáldskapnum í lífi sínu. Auður hefur vakið verðskuldaða athygli og fjölda viðurkenninga fyrir skáldssögur sínar. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2004 fyrir skáldsögu sína Fólkið í kjallaranum, Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir Ósjálfrátt árið 2013 og fyrir Þjáningarfrelsið óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla árið 2018, en þá bók skrifaði Auður í samvinnu við Báru Huldu Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Stóri skjálfti var valin skáldsag ársins af bóksölum og tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Tvær af bókum hennar hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Fólkið í kjallaranum og Stóri skjálfti. Auður byggir skáldsögur sínar iðulega á eigin reynslu og er afar opinská í skrifum sínum. Þó oft sé umfjöllunarefnið blákaldur veruleiki er húmorinn aldrei langt undan eða eins og Freyr Eyjólfsson, einn af gagnrýnendum nýjustu bókar hennar Tilfinningabyltinguna sagði „Auður er alltaf einlæg og heiðarleg en svo er hún líka svo hræðilega fyndin,“  Auður Jónsdóttir hefur nýlega reynt fyrir sér sem „uppistandari“ með með frábærum árangri.

 

Klukkan

(Laugardagur) 20:00 - 22:00X