Desember, 2018

18des17:3018:00Rithöfundarnir og bræðurnir Ævar & Guðni lesa úr bókum sínum

Nánari upplýsingar

Bræðurnir og Borgfirðingarnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir halda í hefðina og mæta á Söguloftið rétt fyrir jól með glænýjar bækur. Guðni hefur skrifað framhald af bókinni sem sló í gegn í fyrra um stelpuna sem flutti húsið sitt upp á fjall og ber sú nýja titilinn ,,Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu (og komst í kynni við bollamörgæsir og leðjubirni)“ og Ævar mætir á svæðið með fimmtu bókina í Þín eigin-bókaröðinni, ,,Þitt eigið tímaferðalag“. Strákarnir ætla að lesa upp úr bókunum sínum, spjalla við gesti og gangandi, selja bækur, gefa plaköt og bókamerki og gera heiðarlega tilraun til að vera enn skemmtilegri en þeir voru í fyrra.

Þá er vakin sérstök athygli á því að hægt er að hafa samband við bræðurna í gegnum facebook Ævars vísindamanns (facebook.com/visindamadur) ef einhverjir vilja fá bækur fyrirfram áritaðar og laumulega laumað til sín eftir upplesturinn, svo hugsanlegir lesendur taki ekki eftir neinu.

Allir velkomnir – frítt inn!

Klukkan

(Þriðjudagur) 17:30 - 18:00



X