Febrúar, 2020

16feb16:0018:00Öxin - Agnes og Friðrik

Nánari upplýsingar

Magnús Ólafsson sagnamaður segir frá einum dramatískasta atburði Íslandssögunnar – síðustu aftökunni sem fram fór 12. janúar árið 1830 kl 14. Þessir atburðir tengdust fjölskyldu Magnúsar persónulega og segir hann frá ótrúlegum atvikum í því samhengi. Atvikum sem ekki hafa farið í hámæli og erfitt er að skýra. Magnús er sagnamaður af guðs náð og heldur áhorfendum föngnum frá upphafi til enda.

Umsagnir um sýninguna

Það var auðvelt að hrífast með Magnúsi og trúa hverju orði sem hann sagði. Hann er sagnamaður af bestu gerð, sjór af fróðleik, skýr og skilmerkilegur, rökfastur, kíminn og hefur vísur á hraðbergi til að krydda og skemmta.

Silja Aðalsteinsdóttir  www.forlagid.is

Frásögn Magnúsar er ítarleg og skipulega fram sett. Frásagnarstíllinn er rólegur og yfirvegaður og stemningin á Söguloftinu var í senn afslöppuð og heimilisleg. Inn í frásögn sína skýtur Magnús ýmsum skemmtilegum atriðum, svo sem vísum og fleira stuttu skemmtiefni sem í ófá skipti kitlaði hláturtaugar gesta, en alltaf af virðingu fyrir persónum og leikendum sögunnar. Tilgangur frásagnarinnar er enda að fræða fólk og skemmta. Hvort tveggja gerir Magnús listavel og óhætt að mæla heilshugar með Öxinni fyrir alla áhugasama.

Kristján Gauti Karlsson  Skessuhornið.

Mögnuð frásögn, aldrei hik né frásagnarskortur, frábært kvöld að öllu leyti. Það skemmtilega var að eftir á þegar við ætluðum að þakka fyrir okkur, var ekki hægt að nálgast sagnamanninn vegna aðdáenda. Takk fyrir kvöldið,

Tek undir með þér og fleirum að þetta var mjög eftirminnilegt sagnakvöld.

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson á Facebook

Agnes og Sigríður. Vatnsenda-Rósa. Friðrik og Daníel. Natan og Guðmundur. Björn. Aftaka, ást og vísur. Stórkostleg sögustund á Söguloftinu.

Margrét Marteinsdóttir á Facebook

Fróðleg, rækileg, skýr og skipuleg var saga hans með sínum hæfilega stíganda.

Kvöldið og umhverfi þess minnti á góða heimsókn sagnamanns á bæinn heima í byrjun minnis míns. Gaman að slíkir skuli enn vera til – og koma að norðan.

Takk fyrir kvöldið

Bjarni Guðmundsson Hvanneyri á Facebook

MÖGNUÐ SÖGUSTUND hjá Magnúsi Ólafssyni frá Sveinsstöðum á Landnámssetrinu – Öxin, Agnes og Friðrik. Þessi saga og frásagnarlist Magnúsar má ekki fram hjá ykkur fara. Ólýsanleg upplifun.

Hjördís Aðalbjarnardótir ættuð úr Miðfirði á Facebook

Svo sannarlega fór Magnús Ólafsson á kostum, náði athygli gestanna frá upphafi og hélt allt til loka tveggja klukkustunda frásagnar um aðalpersónurnar og ógæfufólkið Agnesi, Friðrik og Nathan Ketilsson. Vatnsenda-Rósa fékk líka sinn verðuga sess. Það var eins og við værum stödd mitt á meðal þeirra Húnvetninga á þessum tíma, svo ljóslifandi varð sögusviðið. Ógleymanleg stund!

Aldís Aðalbjarnardótir ættuð úr Miðfirði á Facebook

Magnús Ólafsson er með frábæra sögustund um síðust aftökuna á Íslandi í Landnámssetrinu 25. jan. Við fórum sl. laugardag og nutum þess að hlýða á hann fara yfir þessa atburði og aðra þeim tengdum.

Axel Jón Féldsted á Facebook

Í tvo tíma talaði hann, ………  og sagði frá með sinni einstöku snilli á meðan hann rölti fram og aftur um loftið og heyra hefði mátt saumnál detta. Svipbrigði fólksins vottaði til um áhrifin sem frásögnin hafði á áheyrendur, jafnvel hjá sjálfri mér sem þó hef heyrt þetta ótal sinnum áður.

Elín Ósk Magnúsdóttir á Facebook.

Klukkan

(Sunnudagur) 16:00 - 18:00X