Júní, 2020

06jún20:0022:00Fyrirheitna landið - Einar KárasonKlukkan 20

Nánari upplýsingar

Einar Kárason einn okkar ástsælasti rithöfundur hefur reglulega komið fram á Sögulofti Landnámssetur og miðlað af sínum djúpa sagnabrunni.  Að þessu sinni er efnið sótt í samnefnda skáldsögu sem segir frá hinum litríku persónum sem við kynntumst í bókunum um Djöflaeyjuna. Meira en áratugur hefur liðið, braggahverfið er horfið og gamla húsið hefur verið rifið en yngsta kynslóðin þaðan er að verða fullorðin. Baddi er alltaf sama töffarinn og synir Dollíar og Grettis og Fíu og Tóta dást að honum og óttast hann í bland. Hann er fyrst á þvælingi í kringum ömmu sína spákonuna en fer svo út til Ameríku til móður sinnar sem átti níu börn með átta útlendingum og ungu mennirnar ákveða að halda þangað til að „rannsaka leifarnar af fjölskyldunni.“

Klukkan

(Laugardagur) 20:00 - 22:00



X