Landnámssýningin

Það er í raun makalaust að 550 árum áður en Kólubus fann Ameríku skyldu Norrænir víkingar þora að sigla út á opið haf, fyrir tíma sextantsins og annarra siglingartækja. En þeir lögðu í hann og fundu nánast ósnortna eyju og slógu eign sinn á landið. Í þessari skemmtilegu sýningu segjum við frá hvernig norrænir menn fóru að því að rata yfir opið haf, af hverju þeir yfirgáfu heimkynni sín og hvað beið fyrstu landnámsmannanna. Við segjum frá mönnunum sem fyrstir stigu á land og hvernig Ísland var numið, fram til stofnunar Alþingis á Þingvöllum árið 930.

 

Einstök heimild um uppruna þjóðar

Íslendingabók og Landnáma eru meðal mikilvægustu menningarverðmæta íslensku þjóðarinnar. Þær hafa að geyma nákvæmar lýsingar á upphafi byggðar á Íslandi og hverjir námu land og hvar. Bækurnar voru skrifaðar  á 13. öld sennilega báðar af Ara fróða. Það eru ekki margar þjóðir sem eiga svo nákvæmar skrifaðar heimildir um uppruna sinn aðeins um 300 árum eftir að atburðirnir áttu sér stað.

Efni sýningarinnar byggir á þessum heimildum en engin ábyrgð er tekin á sannleiksgildi þeirra.

Aðferð sýningarinnar

Með lýsingu og lifandi myndum er leitast við að skapa spennandi andrúsloft, auk þess sem þar er að finna fágætt líkan af Íslandsfari eftir Gunnar Marel Eggertsson. Við vitum ekki til þess að áður hafi verið unnið svo nákvæm eftirlíking af farskipum víkinga. Í skipinu sjáum við líka agnarsmáar manneskjur eftir Brian Pilkington, mótaðar í leir. Fólk sem er að leggja út í óvissuna, út á opið haf með litla sem enga hugmynd um hvað bíður þess handan sjóndeildarhringsins.

Gesturinn fær leiðsögn í heyrnartólum og er þannig með leiðsögumanni leiddur inn í hljóð- og myndheim sögunnar. Að ganga í gegnum sýninguna tekur um 30 mín. Hljóðleiðsögnin er fáanleg á 14 erlendum tungumálum, auk íslensku og barnarásar sem hentar börnum allt niður í 4-5 ára aldur.