Veitingahús

Fjölskylduvænn og notalegur veitingastaður

Í veitingahúsi Landnámsseturs sem opið er alla daga er bæði hægt að fá mat, kökur, kaffi og aðra drykki.  Á matseðlinum er að finna fjölbreytta rétti sem ættu að fullnægja þörfum flestra, bæði barna og fullorðinna. Við höfum hollustu og ferskleika að leiðarljósi og höfum svanga ferðalanga sérstaklega í huga þegar skammtað er á diskana. Allir réttir eru unnir frá grunni á staðnum. Sjá matseðil hér að neðan.

Veitingahúsið er opið alla daga frá kl. 10 – 21.

Söguleg hús

Landnámssetrið er til húsa í tveimur af elstu húsum Borgarness.  Búðarklettur nefnist húsið sem veitingahúsið er í og dregur það nafn sitt af klettinum sem það stendur við. Það var stækkað árið 1907 og síðan allt endurbætt af dugmiklum mönnum í Borgarnesi árið 1997 og aftur árið 2006 þegar Landnámssetrið var opnað. Árið 2013 var nýr salur byggður við gamla húsið og fellur hann fallega uppað Búðarkletti. Veitingahúsið rúmar nú um 130 gesti í þremur sölum.

Hollustuhádegishlaðborð

Hádegishlaðborðið okkar nýtur sífellt meiri vinsælda. Þar er á boðstólum gnægð kaldra grænmetisrétta og salöt, heit súpa og ilmandi nýbakað brauð. Á fimmtudögum er svo alltaf einn heitur réttur - sérstaklega hugsaður fyrir fastagestina okkar en að sjálfssögðu í boði fyrir alla. Fastagestir geta fengið sérstakt afsláttarkort. Á borðum alla daga frá kl. 11:30 til 15:00