Í Landnámssetri bjóðum við uppá margs konar afþreyingu og skemmtun. Flaggskipið okkar eru sýningarnar um landnámið og Egilssögu, en Söguloftið þar sem sagðar eru alls kyns sögur hefur líka notið mikilla vinsælda. Á staðnum er góður veitingastaður með úrvali af girnilegum, góðum og hollum réttum.


Opnunartímar og verð

Landnnámssetrið er opið alla daga frá kl. 10 – 21. Hægt er koma með hópa utan þessa opnunartíma ef bókað er fyrirfram. Ef sími er á næturstillingu er hægt að hringja í síma 437 1610 eða 895 5460

Hvernig þú finnur okkur

Landnámssetrið er neðst í gamla hluta Borgarness í aðeins 5 mín akstursfjarlægð frá þjóðvegi eitt.   Á aðal gatnamótunum inn í bæinn, eftir að komið er yfir Borgarfjarðarbrúna er beygt til vinstri og ekið niður aðalgötuna sem liggur í gegnum bæinn í átt að sjónum. Við erum á vinstir hönd rétt áður en komið er að brúnni yfir í Brákarey.


Við höfum fengið sérstaka viðurkenningu Trip Advisor fjögur ár í röð


Aðrar viðurkenningar


Ókeypis leiðsögn í snjallsíma
Eftir að hafa skoðað sýningar Landámsseturs bjóðum við ykkur að hlaða frítt niður  í snjallsíma leiðsögn um sögustaði Egilssögu í nágrenni Borgarness. Starfsfólk okkar aðstoðar með ánægju.

Leiðsögn frá Keflavík
Þessi leiðsögn hefst við Leifstöð. Hún er á ensku og á leiðinni til Reykjavíkur er sagt frá því merkasta sem fyrir augu ber og ýmsum fróðleik um land og þjóð. Þegar komið er að gatnamótum Kringlumýrarbrautar er gefinn kostur á að beygt sé til vinsti inn í bæinn og hættir þá leiðsögnin.
Til Borgarness
Ef síðan er ekið yfir gatnamótin leið út úr bænum hefst leiðsögnin á ný og rekur sig að Landnámssetrinu í Borgarnesi. Leiðsögnin er í gildi í allt að vikutíma eftir það dettur hún út.
Leiðsögn frá Keflavík

Þú ferð á ferð á App Store eða Play Store og hleður forritinu niður. Þá leitaru eftir Íslandskortinu og þrengir inn á Keflavíkurflugvöll. Veldu leiðsögnina. Tilvalið að vekja athygli erlendra vina á þessari leiðsögn. Þeir geta hlaðið henni niður áður en þeir koma til Íslands og hlustað heima en þá þarf að velja manual en ekki GPS viðmót.