Október, 2023

14okt20:0022:00Njálsbrennusaga - Einar KárasonKl. 20:00

Meira

Nánari upplýsingar

Í forgrunni eru hjónin á Bergþórshvoli, Njáll og Bergþóra ásamt sonum sínum, ekki síst hinum litríka og orðheppna Skarphéðni. Í byrjun er einnig á sviðinu vinur Njáls, Gunnar ásamt stórlyndri eiginkonu sinni Hallgerði. Þegar á líður hverfur Gunnar af sjónarsviðinu en Hallgerður er enn sviðinu, nú tengdamóðir helsta óvinar Njálssona. Njáll er friðsemdarmaður en synir hans láta blekkjast af lygum og rógi og fremja glæp sem kallar árás yfir heimilið á Bergþórshvoli. Húsin brenna og aðalpersónur farast, en einn sleppur, tengdasonur Njáls og í lokin fylgjumst við með hefndarleiðangri hans.

Einnar tvinnar þessa sögu við einn dramatískasta atburðar Sturlungaaldar, Flugumýrarbrennu og beinir s sjónum beint að því hvernig það sem þar gerðist endurómar í sögunni um Njálsbrennu,

Einar Kárason er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur slegið í gegn sem sagnamaður með sýningum sínum á hér Söguloftinu í Landnámssetrinu og víðar.

Klukkan

(Laugardagur) 20:00 - 22:00



X