Ágúst, 2020

16ágú16:0018:00FRESTAÐ um óákveðinn tíma - Voces Thules -Sturlungaöldin

Nánari upplýsingar

ATH: Vegna Covid19 hefur tónleikum Voces Thules verið frestað um óákveðinn tíma.
Sögusvið tónleikanna verður 13. öld eða Sturlungaöldin. Skyggnst verður inn í hugarheim, trúarlíf og draumfarir fólks á tímum ósættis og stríðsátaka þar sem Örlygsstaðabardagi er í forgrunni. Meginhluti af efni tónleikanna er fengið úr Sturlungu, en auk þess verða fluttir þættir úr Þorlákstíðum og öðrum íslenskum miðaldahandritum, erindum úr Eddukvæðum ásamt vísum úr Rímum af Þórði Kakala eftir Gísla Konráðsson.

Sönghópurinn Voces Thules var stofnaður 1991. Hópurinn hefur skipað sér sess sem einn helsti tónlistarhópur á Íslandi á sínu sviði. Í fyrstu fékkst hópurinn við flutning á enskum og frönskum fjölradda söngvum frá 14. -16. öld, auk þess sem hann  frumflutti nýja tónlist eftir íslensk tónskáld. Má þar nefna John Speight, Hjálmar H. Ragnarsson, Oliver Kentish, Jónas Tómasson og Jón Nordal. Síðar varð Voces Thules leiðandi afl í rannsóknum og flutningi á íslenskri tónlistarhefð miðalda. Viðamesta verkefni hópsins er heildarflutningur, hljóðritun og útgáfa á Þorlástíðum, einu merkasta af íslenskum tónlistarhandritum. Hópurinn flutti allt verkið á Listahátíð í Reykjavík 1998. Hljóðritanir hópsins af Þorlákstíðum voru gefnar út í apríl 2006 og hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í sígildri og samtímatónlist. Hópurinn hefur komið fram á ótal þingum og ráðstefnum tileinkuðum fornum tónlistarhandritum. Árið 2009 kom út diskurinn Sék eld of þér þar sem draumkvæði frá aðdraganda Örlygsstaðabardaga úr Sturlungu eru flutt. Voces Thules hefur, utan þess að koma fram reglulega hér á landi, ferðast víða um heim og komið fram á alþjóðlegum tónlistarhátíðum m.a. í Bretlandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Spáni, Þýskalandi og Japan. Hópurinn var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sem flytjendur ársins 2008.

Klukkan

(Sunnudagur) 16:00 - 18:00

Staðsetning

Landnámssetur Íslands

Brákarbraut 13-15, 310 Borgarnes



X