Janúar, 2018

28jan16:0018:00Auður djúpúðga - sagan öll - Kl. 16:00 - örfá sæti laus

Nánari upplýsingar

Hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir segir hér sögu konunnar sem á engan sinn líka í landnámssögunni en í haust lýkur hún þríleik sínum um Auði djúpúðgu með sjálfstæðri bók um siglinguna yfir hafið og þessari sýningu á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi.

Í Laxdælu segir um ævintýralegan flótta Auðar Ketilsdóttur frá Skotlandi til Íslands með sjö sonarbörn sín: „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.“

Vilborg fer með áhorfendur í ferðalag um slóðir Auðar á Bretlandseyjum og í kjölfar hennar til eylandsins á enda veraldar þar sem ár og vötn voru sögð iða af fiski, jökulhettur gnæfa við himin og sjálf jörðin spúa eldi. Saman við viðburðaríkt líf Auðar á Írlandi og Skotlandi fléttast atburður sem markaði upphaf landnámsins blóði: þrælauppreisn á suðurströnd Íslands.

Nýja skáldsaga Vilborgar nefnist Blóðug jörð en þær fyrri, Auður og Vígroði, hlutu fádæmagóðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og var Auður tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Vilborg hlaut einnig mikið lof fyrir síðustu bók sína, Ástina, drekann og dauðann, og fjöldi fólks um land allt hefur hlýtt á fyrirlestra hennar um gjafir sorgarinnar.

Miðaverð kr. 3.500 og 3.000 fyrir hópa 10+, eldriborgara. námsmenn og börn.

Miðasala opin virka daga frá 10:00-16:00 í síma 437-1600 eða í netfangið landnam@landnam.is

Klukkan

(Sunnudagur) 16:00 - 18:00



X